Shkodran Mustafi, leikmaður Arsenal, setti spurningamerki við leikkerfi liðsins í gær.
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Vitoria Guimaraes í Evrópudeildinni og var alls ekki sannfærandi í Portúgal.
Mustafi ræddi leikkerfi Unai Emery eftir leik í gær en hann ákvað að notast við þriggja manna varnarlínu.
,,Við spiluðum með þriggja manna varnarlínu, kerfi sem við höfum ekki notað í langan tíma. Við þurftum tíma til að komast í takt,“ sagði Mustafi.
,,Í fyrri hálfleik þá gerðum við ekki það sem við vildum. Við vorum betri í seinni.“
,,Við þurfum að halda ró okkar. Allir vilja gera sitt besta en stundum ertu með of mikla hvatningu og það er erfitt að höndla.“