fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Lætur Messi og stjörnur Barcelona heyra það: Voru mjög spenntir – ,,Þetta er sorglegt“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 09:00

Arthur og Lionel Messi á góðri stundu í Barcelona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ondrej Kolar, markvörður Slavia Prag, lét stjörnur Barcelona heyra það eftir leik liðanna á þriðjudag.

Slavia náði jafntefli gegn spænska stórliðinu í Meistaradeildinni en ekkert mark var skorað í hörkuleik.

Kolar fékk að hitta markvörð Barcelona eftir leikinn en aðrir leikmenn fóru beint inn í klefa og nenntu ekki að þakka Tékkunum fyrir.

,,Marc-Andre ter Stegen beið eftir mér í leikmannagöngunum. Hann sagði við mig að hann hefði ekki séð eins eins góða frammistöðu í langan tíma og það væri gaman að sjá mig gera vel með löppunum,“ sagði Kolar.

,,Hann beið eftir mér eftir leikinn sem eru frábær verðlaun. Að heyra þetta hrós frá svo góðum markmanni, ég var með gæsahúð. Það var mögnuð upplifun en sumir af hinum leikmönnunum…“

,,Messi og aðrir fóru bara strax – sumir af þeim tóku ekki einu sinni í höndina á okkur. Það var sorglegt. Við vorum spenntir fyrir því að hitta þessar stórstjörnur, vildum skipta á treyjum en þeir komu ekki vel fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire

Cunha áfram frá vegna meiðsla – Lengra í Sesko og Maguire
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate

Real Madrid lætur Liverpool vita að þeir vilji ekki sjá Konate
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“
433Sport
Í gær

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti

Van Dijk efstur á Englandi í þessum vafasama tölfræðiþætti
433Sport
Í gær

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma