Það fór allt í bál og brand hjá Cristiano Ronaldo og unnusta hans, Georgina Rodriguez á rauða dreglinum á dögunum. Parið mætti saman á MTV verðlaunahátið sem fram fór í Sevilla.
Georgina var ósátt og afbrýðisöm þegar Ronaldo faðmaði fyrrum hjásvæfu sína á rauða dreglinum.
Rita Pereira, leikkona frá Portúgal stökk á Ronaldo og faðmaði hann, þau voru nánir vinir frá 2008 til 2010.
,,Þetta var mjög óþægilegt, líka fyrir hann. Hann átti ekki vona á þessu svaka faðmlagi frá henni,“ segir heimildarmaður spænskra blaða. Sagt er að Georgina hafi verið reið að sjá þetta, hún hafi skammað Ronaldo.
Ronaldo og Georgina hafa átt í ástarsambandi síðustu ár og eiga eitt barn saman, fyrir átti Ronaldo þrjú börn.
Mynda af Ritu er hér að neðan.