Harry Kane, stjarna Tottenham, telur að liðið geti farið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á þessu tímabili.
Tottenham hefur byrjað riðlakeppnina heldur hægt en það er allt mögulegt samkvæmt Kane eftir að liðið komst í úrslit fyrr á þessu ári.
,,Við erum í vandræðum að ná sigrum. Jafnvel á sunnudaginn þá vorum við 1-0 yfir og reyndum að halda forystunni,“ sagði Kane.
,,Þetta hefði getað orðið stór sigur en við fengum augljóslega mark á okkur.“
,,Við erum ekki alveg að ná þessu, við komumst ekki yfir línuna eins og er. Það hefur ekkert að gera með baráttu hópsins.“+
,,Getum við ennþá komist alla leið? Ég held það. Þú horfir á hvernig við byrjuðum riðlakeppnina á síðasta ári og hvert við komumst. Við erum í betri stöðu í dag.“