fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Stjarnan staðfestir ráðninguna á Óla Jó

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna. Hann gerði það nú rétt í þessu. Hann mun stýra liðinu ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni. 433.is greindi fyrst allra frá ráðningunni. Hann gerir tveggja ára samning.

Rúnar Páll er á leið í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en Ólafur mun stýra skútunni með honum.

,,Við erum búnir að spjalla saman síðustu daga, það er hrikalega öflugt að fá þann besta við hlið mér. Mann sem hefur unnið flesta titla á Íslandi, frábært fyrir mig að vinna með honum. Stoltur af því að hann hafi viljað koma og starfa í okkar frábæru félagi,“ sagði Rúnar Páll.

Ólafur lét af störfum sem þjálfari Vals í haust eftir fimm ára starf, félagið vildi ekki halda honum lengur og réð Heimi Guðjónsson í starfið.

,,Við erum búnir að ræða allt sem hægt er að ræða, við erum að þjálfa þetta saman. Við vinnum þetta saman. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tveir þjálfar eru saman, landsliðið var með tvo þjálfarar. Leiknir var með tvo og Þór Þorlákshöfn líka,“ sagði Ólafur.

Ólafur mun stýra liðinu með Rúnari, aðstoðarmenn Rúnars frá síðustu leiktíð eru horfnir á braut. Það hefur opnað dyrnar fyrir Ólaf að stíga inn en Stjarnan endaði í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar í ár, og missti af Evrópusæti.

Síðasta tímabil Ólafs með Val var ekki gott en hann vann fjóra titla á fyrstu fjórum árum sínum á Hlíðarenda, tvo bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla.

Ólafur er einn öflugasti þjálfari í sögu Íslands og Rúnar hefur unnið frábært starf í Garðabæ, áhugavert verður að sjá hvernig samstarf þeirra mun virka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“

Alexandra: „Þú getur rétt ímyndað þér hversu sárt þetta var“