Hólmar Örn Eyjólfsson er að spila vel fyrir lið Levski Sofia þessa stundina en hann leikur alla leiki.
Hólmar og félagar í Levski Sofia mættu Etar í dag en um var að ræða leik í búlgörsku úrvalsdeildinni.
Landsliðsmaðurinn komst á blað í 3-0 heimasigri en hann gerði fyrsta mark leiksins fyrir Levski.
Levski er með 35 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Ludogorets.