fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar botnar ekki í því hvernig málin eigi að virka í Garðabæ: „Rekur þá Rúnar Páll Óla Jó? Rekur Stjarnan Rúnar Pál og ræður Óla Jó?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhannesson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna. Hann gerði það nú rétt í dag. Hann mun stýra liðinu ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni. 433.is greindi fyrst allra frá ráðningunni. Hann gerir tveggja ára samning.

Rúnar Páll er á leið í sitt sjöunda tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en Ólafur mun stýra skútunni með honum. ,,Við erum búnir að spjalla saman síðustu daga, það er hrikalega öflugt að fá þann besta við hlið mér. Mann sem hefur unnið flesta titla á Íslandi, frábært fyrir mig að vinna með honum. Stoltur af því að hann hafi viljað koma og starfa í okkar frábæru félagi,“ sagði Rúnar Páll.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football fjallar um málið á Facebook síðu sinni í kvöld. „Óli Jó er líklega sigursælasti þjálfari Íslands frá upphafi og hann er enginn aðstoðarþjálfari,“ segir Hjörvar en Ólafur er þjálfari liðsins ásamt Rúnari, ekki aðstoðarþjálfari.

Hann segir að forseti Real Madrid myndi sem dæmi, ekki fá Jose Mourinho til að stýra Real Madrid með Zidane í dag. „Það má setja þetta þannig upp að þó að það gangi illa hjá Real Madrid í dag þá er Florentino Perez ekki að fara að sækja Jose Mourinho til að vera með Zidane, því annað hvort stjórnar Zidane liðinu eða Mourinho“

„Hvað gerist ef það fer að ganga illa, rekur þá Rúnar Páll Óla Jó? Mögulega. Rekur Stjarnan Rúnar Pál og ræður Óla Jó?“

Umræðu Hjörvars má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík