Ole Gunnar Solskjær er að fylgjast vel með gengi varnarmannsins Chris Smalling hjá Roma.
Solskjær losaði sig við Smalling í sumarglugganum en hann gerði lánssamning við ítalska stórliðið.
Þar hefur Smalling staðið sig virkilega vel og gæti þessi 29 ára gamli leikmaður enn átt framtíð á Old Trafford.
,,Ég tala ennþá við alla leikmennina – ég var þar í langan tíma og þeir eru vinir mínir,“ sagði Smalling.
,,Þeir eru að ganga í gegnum erfiðleika en stjórinn er duglegur að senda mér skilaboð.“
,,Hann fylgist með mér, hann sá að ég var maður leiksins nýlega og óskaði mér til hamingju.“