Vitoria 1-1 Arsenal
0-1 Shkodran Mustafi
1-1 Bruno da Silva
Arsenal mistókst að sækja þrjú stig til Portúgals í kvöld er liðið mætti Vitoria í Evrópudeildinni.
Arsenal komst yfir í leik kvöldsins en Shkodran Mustafi skoraði þegar 81 mínúta var komin á klukkuna.
Heimamenn lögðust þó ekki niður og í uppbótartíma jafnaði Bruno da Silva til að tryggjas stig.
Arsenal er þó í góðri stöðu í riðlinum og er á toppnum með 10 stig eftir fjóra leiki.