Zlatan Ibrahmovic, leikmaður LA Galaxy, var ekki besti leikmaður MLS-deildarinnar á tímabilinu.
Í gær var kosið um besta leikmann leiktíðarinnar í Bandaríkjunum en Zlatan kom til greina í valinu.
Það var hins vegar Carlos Vela sem fékk verðlaunin en hann leikur með Los Angeles FC.
Vela fékk 70 prósent atkvæða en félög, leikmenn og fjölmiðlar fengu að kjósa.
Vela var magnaður á leiktíðinni og skoraði 34 mörk í 31 leik fyrir Los Angeles.