Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að draumur Kylian Mbappe sé að spila fyrir félagið.
Mbappe er á mála hjá Paris Saint-German en hann er enn aðeins tvítugur og á allan ferilinn framundan.
,,Ég veit ekki hvort hann spili hérna í framtíðinni, hann tekur þá ákvörðun,“ sagði Zidane.
,,Eins og er þá spilar hann fyrir PSG en við sjáum til hvað gerist í framtíðinni og hvort það breytist.“
,,Ég veit að hann hefur sagt það að draumurinn sé að spila fyrir Real Madrid.“