Antonio Conte, stjóri Inter Milan, hefur tjáð sig um þá kynþáttafordóma sem eru í gangi á Ítalíu þessa stundina.
Mario Balotelli, leikmaður Brescia, varð fyrir níði um helgina er hann spilaði gegn Verona.
Conte tjáði sig um það atvik og segir að það þurfi að refsa þessu fólki fyrir hegðununina og það strax.
,,Ég var ekki á vellinum en ég trúi því að við þurfum að vera hörð og óhreyfanleg,“ sagði Conte.
,,Við þurfum að refsa þessu fáfróða fólki. Það þarf að refsa þessum hálfvitum. Það er fáránlegt að við séum að lenda í þessu árið 2019.“