Dóttir, Diego Maradona hefur áhyggjur af því að faðir sinn láti lífið innan tíðar. Hún hefur áhyggjur af ástandi hans.
Maradona er nýlega tekinn við sem þjálfari Gimnasia de la Plata, í heimalandinu. Þessi magnaði leikmaður frá Argentínu hefur hugsað fremur illa um sig í mörg ár.
Drykkja og eiturlyfjanotkun hefur fylgt Maradona alla tíð og Gianinna hefur áhyggjur af kauða. ,,Hann er ekki að deyja af því að líkami hans hefur ákveðið það, hann er að deyja að innan og áttar sig ekki á því,“ sagði Gianinna.
,,Hann á þetta ekki skilið, við verðum öll að biðja fyrir honum.“
Maradona segir þetta algjöra þvælu. ,,Ég er ekkert að deyja, ég sef vært enda er ég með vinnu,“ sagði Maradona.
,,Ég veit ekki hvað hún átti við. Þegar þú eldist þá fer fólk að hafa áhyggjur af því hvað þú skilur eftir þig, frekar en því sem þú ert að gera.“