Það er óhætt að segja það að varnarmaðurinn Ruben Aguilar hafi ekki verið í góðu skapi í gær.
Aguilar spilar með Monaco í frönsku úrvalsdeildinni og lék í 2-0 tapi gegn St. Etienne í gær.
Aguilar fékk rautt spjald í leiknum í gær en dómari leiksins notaði VAR til að reka hann af velli.
Varnarmaðurinn gekk reiður af velli og endaði á því að sparka í VAR-skjáinn á hliðarlínunni.
Hann á líklega á von á refsingu frá franska knattspyrnusambandinu eftir þessa hegðun.
Þetta má sjá hér.
AS Monaco right-back Ruben Aguilar filmed kicking the VAR monitor after being sent off in last night’s match vs St Étienne. pic.twitter.com/84u2Z37z4t
— Get French Football News (@GFFN) 4 November 2019