Roy Keane, goðsögn Manchester United, er ekkert lamb að leika sér við og er hann einn af harðhausum knattspyrnunnar.
Keane hefur nú lagt skóna á hilluna en hann þykir vera mjög ógnandi persóna og eru ekki margir sem þora að segja nákvæmlega hvað þeim finnst.
Írinn starfar í sjónvarpi þessa dagana en hann er einn af sérfræðingum Sky Sports og fjallar þar um fótbolta.
Ekki nóg með það heldur er Keane nú í aukahlutverki í sjónvarpsþáttunum Young Offenders.
Þar biður Keane nokkra aðila um mat en er í kjölfarið sagt að fara til fjandans.
Þetta má sjá hér.
Roy Keane in Young Offenders season 2? Love to see it pic.twitter.com/MqoR4g8HYI
— Dara Kavanagh (@OfficalDaraKav) 3 November 2019