Marco Silva, stjóri Everton, hefur tjáð sig eftir 1-1 jafntefli við Tottenham í úrvalsdeildinni í gær.
Andre Gomes, leikmaður Everton, meiddist illa í leiknum og er útlit fyrir að hann verði frá í marga mánuði eftir að hafa fótbrotnað.
Silva segir að að allir leikmenn Everton standi með Gomes og að allir séu sorgmæddir þessa stundina.
,,Andre mun fá allan þann stuðning sem hann þarf frá okkur. Þetta eru alvarleg meiðsli og ég er 100 prósent viss um að hann komi sterkari til baka,“ sagði Silva.
,,Bæði sem leikmaður og sem maður, hann er frábær drengur og hann fær þann stuðning sem hann þarf frá okkur öllum.“
,,Okkar leikmenn eru sorgmæddiur þessa stundina, það er erfitt í klefanum en andinn sem við sýndum var góður. Þetta var erfiðasta augnablik tímabilsins.“