

Paul Pogba, stjarna Manchester United, hefur staðfest hvenær hann verður klár í að snúa aftur á völlinn.
Pogba hefur misst af síðustu sjö leikjum United en hann er að glíma við ökklameiðsli.
Hann er ennþá vafinn vegna meiðslanna og segir að það séu allt að þrjár vikur í að hann snúi aftur á völlinn.
,,Ég verð enn í umbúðum næstu tíu dagana. Eftir það þá kom tvær vikur í endurhæfingu,“ sagði Pogba.
,,Það er ekki auðvelt að sjá liðsfélaga mína mæta á æfingar eða á völlinn en ég þarf að taka minn tíma.“