fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Orri rifjar upp ferð sína á Litla-Hraun: Skjalafalsari tæklaði mann og ann­an upp í háls og reif stólpa­kjaft

433
Mánudaginn 4. nóvember 2019 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu rifjar upp ferð sína á Litla-Hraun í blaði helgarinnar. Knattspyrnulið sem starfrækt hefur verið á Mogganum í fjölda ára.

Þar mættu blaðamenn Morgunblaðsins liðinu á Litla Hrauni sem reglulega hefur verið fjallað um, FC Hrottar.

,,Fyr­ir meira en tveim­ur ára­tug­um héld­um við sem heyr­um til Knatt­spyrnu­fé­lagi Magnús­ar Finns­son­ar, sem starf­rækt hef­ur verið hér á Morg­un­blaðinu í rúm fjöru­tíu ár, sem leið lá í keppn­is­ferð aust­ur á Litla-Hraun. Við höfðum frétt að þar væri sprækt knatt­spyrnulið, FC Hrott­ar, og langaði að reyna okk­ur við það,“ skrifar Orri í Morgunblaðið.

Leikið var á malarvellinum á hrauninu og var líf og fjör. Einn vistmaður fór undir girðinguna, til að sækja boltann. Það vakti athygli Orra.

,,Leik­ur­inn hófst á til­sett­um tíma og var leikið á mal­ar­velli, sem þá var, við aðal­bygg­ingu fang­els­is­ins. Nú er þar gervi­gras. Aðeins spark­end­urn­ir fengu úti­vist­ar­leyfi af vist­mönn­um en hinir fjöl­menntu út í glugga og hvöttu sína menn ákaft til dáða með dynj­andi rúðuslætti.“

,,Ekki voru marg­ar mín­út­ur liðnar af leikn­um þegar hreinsað var með slík­um mynd­ar­brag að tuðran sveif yfir girðing­una við völl­inn; sem þó var ekki af minni gerðinni. Við magnús­ing­ar glápt­um á eft­ir tuðrunni eins og tröll á heiðríkju og óttuðumst að leik væri lokið. Ekki al­deil­is. Einn vara­manna gest­gjaf­anna tók um­svifa­laust á rás, renndi sér gegn­um holu und­ir girðing­una og hljóp eins og fæt­ur toguðu niður veg­inn til Stokks­eyr­ar eða Eyr­ar­bakka. Man aldrei hvort þorpið er nær. Við gest­irn­ir lit­um að von­um í forundr­an á fanga­vörðinn sem annaðist dómgæslu. „Hann kem­ur aft­ur,“ full­yrti hann án þess að depla auga.“

Leikurinn fór að mestu vel fram en einn leikmaður Hrottanna, gekk hart fram.

,,Glím­an gekk að mestu leyti vel fyr­ir sig en hark­an í ein­um vist­manna fór þó svo­lítið fyr­ir brjóstið á okk­ur; hann tæklaði mann og ann­an upp í háls og reif stólpa­kjaft. „Fyr­ir hvað sit­ur þessi eig­in­lega inni?“ spurðum við fanga­vörðinn for­vitn­ir. Ekki stóð á svari: „Skjalafals!““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Jói Skúli gerir upp vikuna og rýnir í Bestu deildina eftir tvískiptingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð

Háttsettur maður hjá Chelsea hættir – Eru ekki að finna fyrirtæki til að borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein

Tungubrjótur í beinni útsendingu – Kallaði hann óvart hreinan svein
433Sport
Í gær

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool

Áður óséð myndband frá Anfield – Aðstoðarmaður Simeone hrækti á stuðningsmann Liverpool