Bayern Munchen í Þýskalandi er búið að reka knattspyrnustjóra sinn Niko Kovac. Þetta staðfesti félagið í gær.
Bayern tapaði 5-1 í Bundesligunni um helgina gegn Eintracht Frankfurt sem er fyrrum félag Króatans. Kovac er 48 ára gamall en hann er fyrrum leikmaður Bayern og tók við liðinu í fyrra.
Honum tókst að vinna deildina rétt svo á sínu fyrsta tímabili en liðið hefur þó ekki verið sannfærandi.
Veðbankar telja líklegast að Jose Mourinho, fyrrum stjóri Manchester United fái starfið. Hann er án félags og gæti verið spennandi kostur fyrir Bayern.
Líklegastir til að taka við Bayern:
Jose Mourinho 11/4
Hansi Flick 10/3
Erik ten Hag 11/2
Massimiliano Allegri 9/1
Thomas Tuchel 14/1
Adi Hutter 20/1
Mauricio Pochettino 20/1
Julian Nagelsmann 25/1
Arsene Wenger 25/1
Jupp Heynckes 25/1