Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Pep Guardiola sé að bulla varðandi Sadio Mane, leikmann liðsins.
Guardiola ásakaði Mane um að bjóða upp á leikaraskap af og til og benti á leikinn gegn Aston Villa um helgina.
Klopp segir að það sé bull og að Mane sé ekki fyrir það að henda sér í grasið.
,,Ég veit ekki hvernig Guardiola vissi af einhverju atviki í okkar leik svo fljótlega eftir þeirra leik,“ sagði Klopp.
,,Sadio er ekki dýfari. Það kom upp atvik þar sem hann var snertur gegn Villa og hann fór niður.“
,,Ég er 100 prósent viss um það að ef það hefði gerst hjá City þá hefði þeir viljað vítaspyrnu. Ég er ekki í skapi til að tala um City.“