Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hugsaði ekkert út í leik Manchester City og Aston Villa um helgina.
Svo segir Þjóðverjinn en City og Liverpool eru þau lið sem eru að berjast um enska meistaratitilinn.
Liverpool vann 2-1 sigur á Aston Villa á dramatískan hátt og var einnig dramatík er City vann Southampton með sömu markatölu.
,,Ég hugsaði ekki um úrslit Manchester City gegn Aston Villa í eina sekúndu,“ sagði Klopp.
,,Ég var aldrei að hugsa: ‘Við þurfum að vinna því kannski töpum við í næstu viku.’
,,Ég spurði ekki einu sinni út í úrslitin eftir okkar leik. Það skiptir engu máli. Við spilum við Genk og svo City.“