Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er á eftir varnarmanninum unga William Saliba sem spilar í Frakklandi.
Þessi saga er ansi furðuleg en Arsenal tryggði sér Saliba í sumar fyrir 27 milljónir punda.
Hann var hins vegar lánaður aftur til St. Etienne og meiddist illa í byrjun tímabils.
Saliba er hins vegar mættur til baka og hefur spilað mjög vel með liðinu að undanförnu.
Zidane er sagður vilja fá Saliba og vill að Real sannfæri Arsenal um að selja áður en hann hefur spilað leik fyrir enska liðið.
Ljóst er að Real þyrfti að borga hærri upphæð en Arsenal borgaði og gæti spænska liðið verið opið fyrir því.