

Það var létt yfir mannskapnum þegar Tómas Þór Þórðarson og félagar á Vellinum fóru yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í gær. Myndband af þessu birtist inn á mbl.is í dag.
Skondið atvik átti sér stað í þættinum þegar Tómas, Eiður Smári Guðjohnsen og Freyr Alexandersson fóru yfir atvikin.
Tómas sýndi þeim á atvik þar sem hermanni urðu á mistök, á Englandi þessa dagana er verið að minnast fallinna hermanna.
Hermaðurinn átti að spila í lúður þeim til heiðurs, en gleymdi aðskotahlut inn í lúðrinum. Óhætt er að segja að atvikið hafi fengið menn til að skemmta sér á Vellinum.
Þetta fyndna augnablik má sjá hér að neðan sem Mbl.is birti.