David Silva, leikmaður Manchester City, verður ekki með liðinu í næsta stórleik gegn Liverpool.
Þetta var staðfest í dag en fyrirliði City verður frá næstu dagana vegna vöðvameiðsla sem hann hlaut um helgina.
Silva lék með City í 2-1 sigri á Southampton en hann er ekki klár í slaginn fyrir leik un næstu helgi.
Það er alvöru áfall fyrir City sem er að berjast við Liverpool um titilinn í ensku úrvalsdeildinni.
Silva er 33 ára gamall en hann spilar ennþá mikilvægt hlutverk á miðju Englandsmeistarana.