Jamie Vardy skoraði annað mark Leicester City í dag sem mætti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Vardy hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu og var að skora sitt 10. deildarmark í haust.
Hann sá um að klára Palace í dag en Leicester vann 0-2 útisigur og er í þriðja sæti deildarinnar.
Fagn Vardy vakti verulega athygli en hann ögraði þá stuðningsmönnum Palace á þeirra heimavelli.
Vardy flaug um eins og örn eftir að hafa skorað en fuglinn er einmitt á merki Palace.
Þetta má sjá hér.
Vardy is now the league top scorer! Got to love how he did the eagle celebration to mock the Crystal Palace fans in their own stadium ? #LCFC #CRYLEI pic.twitter.com/vmyBW4buHd
— LCFCFoxes.com (@LCFCFoxes_com) 3 November 2019