Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í FC Astana eru meistarar í Kasakstan eftir leik við Tobol í dag.
Rúnar er að jafna sig eftir meiðsli þessa stundina og sat allan tímann á varamannabekknum í sigri dagsins.
Astana er besta lið landsins og vann deildina með fjórum stigum. K. Almaty endar í öðru sætinu.
Astana endar með 69 stig á toppnum með markatöluna 67:26 – Rúnar spilaði stórt hlutverk fyrr á tímabilinu.