Ögmundur Kristinsson lék með liði Larissa í dag sem mæti OFI Crete í kýpversku úrvalsdeildinni.
Ögmundur á fast sæti í marki Larissa og spilaði er liðið vann 3-2 heimasigur.
Hann fékk tvö mörk á sig á fyrstu sjö mínútunum en Larissa sneri leiknum sér í vil og tókst að komast yfir áður en flautað var til leiksloka.
Í Danmörku þá spilaði Jón Dagur þorsteinsson með liði Aarhus gegn Nordsjælland.
Aarhus vann góðan 1-0 útisigur í dag og spilaði Jón Dagur 78 mínútur fyrir gestina.
Mikael Andersson er á mála hjá toppliði Midtjylland sem vann 1-0 sigur á AaB og er með fjögurra stiga forskot á toppnum. Mikael lék á sínum stað á vængnum.