Móðir Cristiano Ronaldo segir að ‘fótboltamafían’ sé á móti syni sínum eftir að Luka Modric vann Ballon d’Or verðlaunin á síðasta ári.
Modric vann verðlaunin í fyrsta skiptið á ferlinum en það val var ansi umdeilt og þóttu aðrir hafa átt betra ár en Króatinn.
Mamma Ronaldo segir að Ronaldo hafi átt skilið fleiri verðlaun á ferlinum en kennir einhvers konar mafíu um að það hafi ekki gerst.
,,Það er mafía þarna. Það er rétta orðið. Já, það er mafía í fótboltanum,“ sagði móðir hans.
,,Ef hún væri ekki þarna þá væri sonur minn búinn að vinna fleiri einstaklingsverðlaun.“
,,Ef þið skoðið það sem hefur gerst þá áttarðu þig á mafíunni. Ef hann væri spænskur eða enskur þá væri það öðruvísi.“
,,Hann er frá Madeira í Portúgal og þá gerist þetta.“