Ben Foster, markvörður Watford, hefði lagt hanskana á hilluna ef hann hefði skorað gegn Chelsea í gær.
Foster átti skalla að marki í blálokin en Kepa Arrizabalaga varði frá honum áður en flautað var til leiksloka.
Staðan var 2-1 fyrir Chelsea er Foster átti skallann og hefði hann því tryggt stig fyrir heimamenn.
,,Ef ég hefði skorað þarna í lokin þá hefði ég lagt hanskana á hilluna,“ sagði Foster.
,,Kepa á hrós skilið, þetta var alvöru markvarsla.“