Pep Guardiola, stjóri Manchester City, skaut létt á Sadio Mane, hetju Liverpool eftir 2-1 sigur á Aston Villa í gær.
Mane skoraði sigurmark Liverpool í uppbótartíma en hann á það til að kasta sér í grasið að mati Guardiola.
,,Þetta hefur gerst oft hjá Liverpool síðustu ár því hann er með sérstök gæði,“ sagði Guardiola.
,,Stundum þá dýfir hann sér og stundum er hann með gæðin til að skora ótrúleg mörk undir lokin.“
,,Það er talað um heppni en þetta hefur gerst margoft síðustu tvö tímabil og það þarf karakter til þess.“