Hárgreiðslumaðurinn Ricardo Marques Ferreira var fundinn látinn á hótelherbergi í Sviss um helgina.
Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að Ferreira hafi verið stunginn til baka í Sviss og hefur 39 ára maður verið handtekinn grunaður um morð.
Ferreira kemur frá eyjunni Madeira í Portúgal líkt og stórstjarnan Cristiano Ronaldo.
Correio da Manha greinir frá því að Ferreira hafi verið hárgreiðslumaður Ronaldo og voru þeir góðir vinir.
Lögreglan í Zurich handtók 39 ára gamlan mann í morgun en talið er að hann sé frá Brasilíu.
Ekki ert greint frá ástæðu morðsins að svo stöddu en ljóst er að sá seki var vopnaður hníf.