Unai Emery, stjóri Arsenal, bauð upp á ansi undarlegt svar á blaðamannafundi eftir 1-1 jafntefli við Wolves í gær.
Emery var spurður út í frammistöðuna í leiknum en Wolves átti 25 skot að marki sem er gríðarlega mikið.
Emery segir þó að leikplan Arsenal hafi gengið upp þrátt fyrir tölfræði leiksins.
,,Þetta eru slæmt úrslit en leikplanið gekk upp. Þetta var jafn leikur og kannski áttum við skilið meira,“ sagði Emery.
,,Þetta er svekkjandi. Leikmennirnir reyndu og við skoruðum fyrsta markið en þurftum annað fyrir sjálfstraust.“
,,Ég er pirraður því við erum að missa stig á heimavelli eins og í fyrra.“