Everton 1-1 Tottenham
0-1 Dele Alli(63′)
1-1 Cenk Tosun(97′)
Gylfi Þór Sigurðsson kom við sögu í ensku úrvalsdeildinni í dag er Everton og Tottenham áttust við.
Leikið var á Goodison Park í Liverpool-borg og var boðið upp á dramatík í leik kvöldsins.
Dele Alli skoraði fyrir Tottenham á 63. mínútu og svaraði fyrir þá miklu gagnrýni sem hann hefur fengið undanfarið.
Á 79. mínútu fékk Heung-Min Son beint rautt spjald hjá Tottenham fyrir tæklingu á Andre Gomes sem er ú fótbrotinn.
Á 97. mínútu þá jafnaði Everton metin en Cenk Tosun skoraði þá eftir dramatík í uppbótartíma.
Tosun kom knettinum í netið eftir fyrirgjöf Lucas Digne og tryggði Everton stig á heimavelli.