Mesut Özil, leikmaður Arsenal, er smá óánægður hjá félaginu þessa stundina samkvæmt Sead Kolasinac.
Özil hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili og viðurkennir Kolasinac að miðjumaðurinn sé ekki sá ánægðasti.
,,Mesut er mjög metnaðarfullur leikmaður. Hann er smá óánægður þessa stundina en þú sérð það ekki á æfingum,“ sagði Kolasinac.
,,Hann gerir allt sem hann getur. Hann æfir aukalega og sér til þess að hann sé á þeim stað sem hann þarf að vera á.“
,,Mesut er Mesut. Hann er með marga einstaka hæfileika.“