Granit Xhaka er líklega búinn að spil sinn síðasta leik fyrir Arsenal ef marka má skoðun fyrrum leikmanns félagsins, Charlie Nicholas.
Xhaka gerði allt vitlaust um helgina en hann sagði stuðningsmönnum þá að fara til fjandans í 2-2 jafntefli við Crystal Palace.
,,Ég efast um það að hann muni einhvern tímann spila fyrir félagið aftur. Ég sé það ekki gerast,“ sagði Nicholas.
,,Ef hann er enn reiður út í stuðningsmenn og stöðuna þá held ég að hann telji að það sé tími til að horfa fram á við.“
,,Hann er 27 ára gamall og hefur verið hjá félaginu í nokkur ár, það hefur ekki verið frábær tími.“