Emiliano Sala hefði í gær fagnað 29 ára afmæli sínu, hann lést í upphafi árs í hræðilegu flugslysi. Systir hans syrgir hann.
Sala lést í hræðilegu flugslysi í janúar þegar hann var ný búinn að skrifa undir hjá Cardiff. Sem þá lék í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði skroppið til Frakklands til að sækja dótið sitt, þegar slysið átti sér stað.
Lík Sala fannst eftir tæpar þrjár vikur í sjónum og var flutt í líkhús í Bournemouth.
Romina Sala, systir hans skrifaði honum kveðju í gær. ,,Orð fá ekki lýst þessum sársauka,“ skrifar Romina.
,,Til hamingju með afmælið bróðir, þú gefur okkur styrk þaðan sem þú ert. Ég vildi óska þess að allt væri öðruvísi.“
,,Ég lofa þér því að við gefumst aldrei upp, kossar til himna.“