Birkir Bjarnason reyndist hetja Al-Arabi sem mætti Al Wakra í Katar í dag.
Birkir spilaði allan leikinn á miðju Al-Arabi sem gerði 2-2 jafntefli á heimavelli.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi en hann ákvað að fá Birki inn nýlega sem var án félags.
Okkar maður skoraði afar mikilvægt mark fyrir liðið á 97. mínútu í dag.
Markið kom eftir darraðadans eftir hornspyrnu.
Birkir Bjarna tryggði Al-Arabi jafntefli í blálokin. pic.twitter.com/DoGcVwltQa
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 1 November 2019