Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að það sé mikil pressa á miðjumanninum Dele Alli.
Alli hefur ekki þótt standast væntingar á þessu tímabili og hefur verið mikið gagnrýndur.
,,Við þurfum að muna það að Dele er svo ungur og pressan á honum er risastór,“ sagði Pochettino.
,,Það eru allir að búast við miklu, hann er enskur landsliðsmaður en er bara 23 ára gamall.“
,,Hann hefur verið frábær en hefur verið í smá lægð. Við þurfum að hjálpa honum og styðja hann.“