fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Neitar að tala við fyrrum vin sinn eftir ummæli eiginkonunnar: ,,Erum ekki vinir og verðum það aldrei“

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. nóvember 2019 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arturo Vidal, leikmaður Barcelona, neitar að tala við landa sinn Claudio Bravo en þeir eru í landsliði Síle.

Það er eftir atvik sem kom upp árið 2017 er eiginkona Bravo sendi leikmönnum Síle heldur stóra pillu.

Hún ásakaði leikmenn um drykkju á milli mikilvægra leikja og sagði þá ekki mæta á æfingar.

Vidal tók alls ekki vel í þessi ummæli hennar og er samband hans við Bravo alveg ónýtt.

,,Eiginkona Bravo ásakaði okkur um partýstand í undankeppninni og að við hefðum ekki æft vegna drykkju,“ sagði Vidal.

,,Einn af okkur þarf að taka skref fram og það er ekki ég, ég hef ekki skapað nein vandræði. Við höfum æft einir.“

,,Hann gaf allt í sölurnar og það sama gerði ég. Við erum ekki vinir og verðum það aldrei. Liðið kemur fyrst.“

,,Ég hef sagt hluti við Bravo en þarf ekki að segja það í fjölmiðlum. Ég er nógu mikill maður til að gera það í persónu.“

,,Ég veit ekki hvort hann hafi skilið það sem ég sagði en við höfum ekki talað saman síðan þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila