Arturo Vidal, leikmaður Barcelona, neitar að tala við landa sinn Claudio Bravo en þeir eru í landsliði Síle.
Það er eftir atvik sem kom upp árið 2017 er eiginkona Bravo sendi leikmönnum Síle heldur stóra pillu.
Hún ásakaði leikmenn um drykkju á milli mikilvægra leikja og sagði þá ekki mæta á æfingar.
Vidal tók alls ekki vel í þessi ummæli hennar og er samband hans við Bravo alveg ónýtt.
,,Eiginkona Bravo ásakaði okkur um partýstand í undankeppninni og að við hefðum ekki æft vegna drykkju,“ sagði Vidal.
,,Einn af okkur þarf að taka skref fram og það er ekki ég, ég hef ekki skapað nein vandræði. Við höfum æft einir.“
,,Hann gaf allt í sölurnar og það sama gerði ég. Við erum ekki vinir og verðum það aldrei. Liðið kemur fyrst.“
,,Ég hef sagt hluti við Bravo en þarf ekki að segja það í fjölmiðlum. Ég er nógu mikill maður til að gera það í persónu.“
,,Ég veit ekki hvort hann hafi skilið það sem ég sagði en við höfum ekki talað saman síðan þá.“