Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, ætlar að gerast fyrirliði liðsins einn daginn.
Bakvörðurinn er aðeins 21 árs gamall en er samt sem áður orðinn fastamaður hjá Evrópumeisturunum.
,,Ég er ekkert feiminn við það að segja að það sé minn draumur,“ sagði Alexander-Arnold.
,,Hvort það rætist eða ekki er ekki undir mér komið. Ég vel ekki hver fær fyrirliðabandið.“
,,Það er þó eitthvað sem ég væri til í að gera einn daginn. Að vera fyrirliði Liverpool er eitthvað sem mig hefur dreymt um og hvetur mig áfram.“