Það var lengi talað um að Jack Rodwell, fyrrum leikmaður Manchester City, væri á leið til AS Roma.
Roma vildi fá Rodwell á frjálsri sölu en ákvað á síðustu stundu að hætta við þau skipti.
Rodwell er 28 ára gamall miðjumaður og var síðast hjá Blackburn Rovers í næst efstu deild Englands.
Nú er greint frá því að Rodwell sé á leið til Ítalíu en hann mun líklega gera samning við lið Parma.
Parma sýndi Rodwell áhuga eftir viðsnúning Roma og virðast þau skipti ætla að ganga upp.
Hann hefur æft með félaginu undanfarna daga og hefur náð að sanna það að hann sé í nógu góðu standi.