Marco Verratti, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið.
Verratti er einn allra mikilvægasti leikmaður PSG en hann kom til félagsins frá Pescara árið 2012.
Verratti er 26 ára gamall miðjumaður en samningur hans við félagið átti að renna út eftir tvö ár.
Eftir undirskriftina er Ítalinn samningsbundinn til 2024 og er því ekki á förum á næstunni.