fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Umræðan fór í taugarnar á Óskari Hrafni í sumar – ,,Ákveðið virðingarleysi gagnvart honum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 31. október 2019 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur hjá BlikarTV í dag og fór þar yfir ýmis mál í samtali við heimasíðu Breiðabliks.

Óskar er nýr þjálfari Breiðabliks en hann tók við af Ágústi Gylfasyni eftir tímabilið í sumar.

Hann var orðaður við starfið á meðan Ágúst var enn þjálfari liðsins og var Óskar þá hjá Gróttu.

Óskar viðurkennir að sú umræða hafi farið í taugarnar á sér sérstaklega á meðan Ágúst var í starfi.

,,Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist hún pínu óþægileg, það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegar manns eru að sinna,“ sagði Óskar.

,,Mér fannst það ákveðið virðingarleysi gagnvart Gústa þegar það var verið að ræða um eftirmenn hans þegar hann var að gera fína hluti í fullu starfi. Ég missti ekki svefn yfir þessu og var ekki að hugsa um það allan daginn.“

Óskar fór svo aðeins yfir sjálfan sig en það eru ekki allir sem kannast við hans sögu.

Óskar hefur alltaf verið harður KR-ingur og vann lengi hjá félaginu áður en hann hélt til Gróttu.

,,Ég er 46 ára gamall, þriggja barna faðir, giftur Laufey Kristjánsdóttur í 21 ár núna 7. nóvember. Ég er Vesturbæingur borinn og barnfæddur og eini KR-ingur fjölskyldunnar.“

,,Þetta byrjaði allt vestur í bæ 30 metrum frá KR-heimilinu. Þar byrjaði ég og ég spilaði aldrei með öðru liði en KR og hafði aldrei þjálfað annað lið en KR áður en ég fór til Gróttu þar sem börnin mín voru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis

Þetta eru fimm kynþokkafyllstu karlmenn á Íslandi að mati Gunna Birgis
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“