Luka Modric, leikmaður Real Madrid, segir að Gareth Bale sé vinsæll hjá félaginu.
Bale er oft sagður ósáttur í herbúðum Real og sagður sýna lítinn metnað í að læra spænsku og eyða tíma með liðsfélögum.
Modric segir að það sé bull og að vængmaðurinn sé afar ánægður.
,,Ég og Gareth erum svipaðir. Við erum feimnir og stundum þá tölum við ekki mikið,“ sagði Modric.
,,Gareth talar og skilur spænsku. Það er gott andrúmsloft í klefanum og hann nær vel saman við ðara.“
,,Hann nýtur sín í Madríd sem er besta félag heims.“