Richard Arnold, stjórnarformaður Manchester United, hitti og fundaði með milljarðamæringnum Mohammad Bin Salman á dögunum.
Undanfarnar vikur hafa sögusagnir verið í gangi um að Bin Salman ætli að kaupa United af Glazer fjölskyldunni.
Glazer fjölskyldan er gríðarlega umdeild og vilja flestir stuðningsmenn United sjá hana selja félagið.
Bin Salman kemur frá Sádí Arabíu en Arnold var staddur þar í landi og hitti auðkýfinginn.
Óvíst er hver tilgangurinn var en það er þó ekki talið að þeir hafi rætt möguleg kaup á félaginu.
Sögusagnirnar eru þó farnar af stað þar sem að Bin Salman var orðaður við kaupin löngu fyrir þennan hitting.