Zlatan Ibrahimovic ætti að snúa aftur til Manchester United að sögn Paul Ince.
Zlatan lék með United í stuttan tíma áður en hann hélt til Bandaríkjanna og samdi við LA Galaxy.
Ince vill sjá Zlatan taka slaginn með United þrátt fyrir að hann sé orðinn 38 ára gamall.
,,Zlatan virtist gefa það í skyn að hann væri á leið til Spánar og svo er sagt að hann verði áfram í MLS eða fari jafnvel til Perth Glory,“ sagði Ince.
,,Ég held þó að ef hann vilji það þá er endurkoma á Old Trafford rétta skrefið.“
,,Það yrði frábært fyrir ungu strákana til að læra, strákana sem Ole Gunnar Solskjær er að spila. Hann yrði frábær innan sem utan vallar.“
,,Þeir þurfa einhvern sem getur haft stjórn á klefanum og verið leiðtogi.“