

Mikael Nikulásson, er getur í þættinum Draumaliði þar sem hann velur sína bestu samherja á ferlinum. Þar velur hann markvörð í liðið. Mikael lék í neðri deildum Íslands en hann var á þriðjudag, ráðinn þjálfari Njarðvíkur.
Tveir komu til greina í markið en einn af þeim frestaði skírn hjá syni sínum til að spila með Núma, sem var lið í neðri deildum. Þar var Mikael, þjálfari.
,,Örvar Þór Guðmundsson, hann kallar sig Dauðann, hann spilaði hjá mér fyrstu árin í Núma. Þegar við spiluðum fyrsta leikinn 2003, hann var að skíra á sama tíma. Leikurinn datt þannig, hann frestaði skírninni um tvo tíma til að spila með Núma, fyrsta leikinn í Íslandsmóti. Ber virðingu fyrir því,“ sagði Mikael í þættinum.
Hjörvar Hafliðason, fékk hins vegar traustið hjá Mikael. ,,Ég verð að setja Hjörvar í markið, hann á mér mikið að þakka. Ég var hættur í fótbolta í fjögur ár, þá er hann bara gutti þarna,“ sagði Mikael.
,,Hann byrjar á bekknum, ég var að segja þjálfaranum að setja hann í markið. Ég vildi Hjörvar í markið, ég ber virðingu fyrir Hjörvari. Við skíttöpuðum flestu leikjum, ég ber virðingu fyrir Hjörvari að hafa haldið áfram í fótbolta.“
Þáttinn má heyra hér að neðan.