Enska knattspyrnusambandið hefur beðið Liverpool um svör, vegna þess að félagið greiddi Manchester City bætur.
Liverpool borgaði City 1 milljón punda eftir að farið hafði verið ólöglega inn í kerfi félagsins, Liverpool játaði brot sitt og borgaði.
Brotist var inn í kerfi City þar sem félagið geymir upplýsingar um leikmenn, sem City hefur áhuga á að kaupa.
Liverpool fékk starfsmenn frá City sem eru sagðir hafa hjálpað til við að komast inn í kerfið, árið 2013.
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool er sakaður um að hafa verið með í ráðum. Enska sambandið vill upplýsingar um málið. Félögin náðu samkomulagi án aðkomu þess en sambandið vill vita meira.