

Leikmenn Barcelona voru tilbúnir að sleppa því að fá laun sín greidd í einhvern tíma, til að fá Neymar í sumar.
Barcelona vildi fá Neymar í sumar eftir tveggja ára dvöl hans hjá PSG, hann vildi ólmur snúa aftur til Katalóníu.
,,Við sögðum við forseta okkar að ef það þyrfti að fresta greiðslum til okkar, vegna regluverks FIFA, þá værum við til í það. Ef það myndi tryggja okkur Neymar,“ sagði Gerard Pique um máið.
,,Við vorum tilbúnir að breyta samningum okkur, við ætluðum ekki að leggja til fjármuni en vorum til í að fresta greiðslum. Þær hefðu getað komið eftir 2-3 ár.“
Barcelona hafði á endanum ekki efni á því að fá Neymar í sumar en félagið gæti reynt aftur næsta sumar.