Manchester United er komið í næstu umferð enska deildarbikarsins eftir leik við Chelsea á Stamford Bridge í gær. United vann 2-1 útisigur þar sem Marcus Rashford skoraði bæði mörkin og bæði úr föstu leikatriði.
Fyrra mark Rashford kom af vítapunktinum og það seinna beint úr aukaspyrnu í seinni hálfleik. Michy Batshuayi skoraði eina mark Chelsea með fínu skoti fyrir utan teig og jafnaði metin í 1-1.
Margir bera mark Rashford saman við aukaspyrnumark Cristiano Ronaldo, gegn Portsmouth. Markið fræga skoraði Ronaldo árið 2008.
Svipað flug er á boltanum en ekki eru allir sammála um, hvort markið er flottara.
Hvað segir þú?